Chunky Dömupeysa

65 NOK

Auðvita þurfa mömmurnar að  geta verið í stíl við krílin sín. Geggjuð í útileguna, skíðin eða  bara til að vera í kósý heima !


Peysan er prjónuð ofan frá og niður, með laskaermum og stroffi. Peysan er  einföld, fljótleg og hentar vel fyrir byrjendur sem og lengra komna. Málin í  þessari uppskrift eru reiknuð út frá prjónafestu sem gefin er upp á garninu. Ég  mæli einnig með að taka mál af verðandi eiganda peysunnar.


Stærðir:                   XS, (S), M, (L), XL, (2XL), 3XL. 

Ummál í cm:           92, (98), 105, (110), 120, (129), 138. 

Tillögur að garni:    Puno frá Rauma. 

Magn í gr:                350, (350), 400, (400), 450, (500), 550. 

Prjónafesta:            13/10 á prjón nr. 7.



Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis.  Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað. 

Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .