Lena Kjóll

70 NOK

Kjóllinn er prjónaður ofan frá og niður með klauf í bakinu og garðaprjón í hálskanti, mitti, ermum og neðst á pilsinu ásamt einföldu en fallegu munstri í pilsi. Hann er einfaldur, fljótlegur og hentar vel fyrir byrjendur sem og lengra komna. Málin í þessari uppskrift eru reiknuð út frá prjónafestu sem gefin er upp á garninu. Mæli einnig með að taka mál af verðandi eiganda kjólsins.


Stærðir:                  6-12, 1, 2, 3, 4, 5, 6 ára.

Ummál í cm:           51, 53, 56, 58, 60, 64, 67.  

Tillögur að garni:    Dale Lerke

Magn í gr:                250, 300, 350, 350, 400, 400, 450. (miðað við síðerma)

                                 Glimmerþráður í pils ca 200-500 metrar

Prjónafesta:            22/10 á prjón nr. 4.


Ég notaði glimmer/palliettu þráð í pilsið á kjólnum hennar Amalíu til að gera hann ekstra prinsessulegan, þið fáið glimmerþrá hjá td.

 MeMe knitting og Maro.is


Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis.  Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað. 

Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .