Perla Kjóll

70 NOK

Einfaldur og fallegur kjóll fyrir krílin okkar, í leikskólann, afmælið eða bara til að vera í heima !

Kjóllinn er prjónaður ofan frá og niður með klauf í bakinu og perluprjóni í hálskanti, ermum og neðst á pilsinu. Hann er einfaldur, fljótlegur og hentar vel fyrir byrjendur sem og lengra komna. Málin í þessari uppskrift eru reiknuð út frá prjónafestu sem gefin er upp á garninu. Mæli einnig með að taka mál af verðandi eiganda kjólsins.

Stærðir:                 6-12, 1, 2, 3, 4, 5, 6 ára.

Ummál í cm:         51, 53, 56, 58, 60, 64, 67.  

Tillögur að garni:   Dale Lerke eða annað sambærilegt garn.

Magn í gr:              300, 300, 350, 350, 400, 400, 450.

Prjónafesta:           22/10 á prjón nr. 4.


Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis.  Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað. 

Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .