Peysan hennar Magdalenu
Peysan er prjónuð í sléttu prjóni fram og til baka, ofanfrá og niður. Þú getur sett á hana pífu, einnig getur þú sleppt útaukningum í mitti til að fá smá „strákalegra“útlit ef þú ert að prjóna á strák.
Peysan er einföld,fljótleg og hentar vel fyrir byrjendur.
Málin í þessari uppskrift eru reiknuð út frá prjónafestu sem gefin er upp á garninu. Mæli einnig með að taka mál af verðandi eiganda peysunnar.
Stærðir: 0, 1-3,3-6, 6-9, 9-12 mánaða.
Ummál í cm: 40, 43, 46, 48, 51
Tillögur að garni: Dale Lille Lerke
Magn í gr: 150, 150, 200, 200, 200.
(Garnmagn er miðað við kjólapeysu með pífu)
Prjónafesta: 26/10 á prjón nr. 3.
Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis. Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað.
Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .